Fjórar dýrindis diskósúpur úr hráefnum sem annars hefði verið hent Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 22:07 Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnaskólans í Reykjavík og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari stóðu að diskósúpuviðburðinum í Hússtjórnarskólanum Vísir/Einar Nýjustu rannsóknir sýna hver Íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Nemendur í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík héldu upp á alþjóðlega diskósúpudaginn á dögunum með súpuveislu úr hráefnum sem annars hefði átt að henda. Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“ Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“
Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira