Rúnar Páll: Við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 22:18 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fannst niðurstaðan ósanngjörn í kvöld Vísir/Anton Brink Eins og Jökull Elísabetarson gat verið ánægður þá var Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkismanna mjög súr í bragði skömmu eftir leik. Hans menn í Fylki fengu mark á sig á loka andartökum leiksins og misstu tvö stig sem gætu verið mikilvæg. „Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“