Umboðsmaður krefst skýringa á nýju lögreglumerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 08:12 Umboðsmaður óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem er hvergi að finna í reglugerðum. Umboðsmaður Alþingis hefur sent ríkislögreglustjóra erindi þar sem hann óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem hann segir hvergi að finna í reglugerðum. Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira