Tíminn að renna út Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2024 08:01 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun