Hjólastólinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2024 20:07 Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns. Hún brosir allan daginn vegna þessarar flottu tækni, sem gerir henni lífið svo miklu auðveldara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af ungri konu, sem glímir við erfiða fötlun á Eyrarbakka. Ástæðan er sú að hún er komin með hjólastólinn sinn í "tengdamömuboxið" uppi á topp bílsins síns og ýtir bara á takka á fjarstýringu til að fá stólinn niður til sín. Hér erum við að tala um Þóru Ósk Guðjónsdóttur sjúkraliða, sem er alltaf brosandi og svo jákvæð þrátt fyrir erfiðleika vegna fötlunar sinnar, sem gerir ástand hennar alltaf verra og verra. Hún gengur við göngugrind en þarf alltaf að nota hjólastól meira og meira. Og það er alveg magnað að sjá hvað þetta virkar flott hjá Þóru á bílnum. Hjólastólinn kemur bara til hennar sjálfkrafa með aðstoð ákveðins búnaðar enda fer brosið varla af Þóru því hún er svo ánægð með nýju græjuna. „Já, ég er með svona „tengdamömmubox “til að geyma hjólastólinn minn þannig að nú þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa stólinn í skottinu eða hafa einhvern með mér til að taka stólinn fyrir mig, þetta kemur bara allt svona. Þetta er ótrúlega flott og sniðugt,” segir Þóra Ósk. Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það sem amar að hjá Þóru varðandi hennar fötlun? „Ég er sem sagt með einhvern taugahrörnunarsjúkdóm en það er svo einkennilegt að það finnst ekkert af mér. Ég er búin að fara í allskonar blóðprufur, skanna á heila og mænu hvort ég sé með MS þannig að ég er örugglega ekkert fötluð,”, segir hún og hlær. Þóra er með taugahrörnunarsjúkdóm en læknum gengur illa að finna út hvað er nákvæmlega að hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þóra Ósk á þrjú börn með manni sínum Hlöðveri Þorsteinssyni og una þau hag sínum vel á Eyrarbakka. Hún er í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku og í sérstökum þrýstingsbuxum til að auka blóðflæði niður í fætur svo eitthvað sé nefnt. Og þú ert ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt? „Heyrðu já, það hefur hjálpað mér svo rosalega mikið hvernig mér líður að það er bara ekki í boði að draga sængina upp fyrir haus og bara aumingja ég, það er ekki í boði,” segir Þóra Ósk ákveðin. Og Þóra segir að hjólastólinn í „tengdamömmuboxinu breyti öllu fyrir sig. „Já, að vera með hjólastólinn og þurfa ekkert að hugsa, bara að fara eða að fara í búðina og ekkert að spá í þessu, það er alveg geggjað,” segir Þóra Ósk, jákvæð og hress Eyrbekkingur þrátt fyrir erfið veikindi en hún lætur ekkert stoppa sig. Þóra Ósk og Hlöðver una sér vel á Eyrarbakka en hann fékk heilablóðfall 2019 en lætur ekkert stoppa sig eins og Þóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Þóru Ósk Guðjónsdóttur sjúkraliða, sem er alltaf brosandi og svo jákvæð þrátt fyrir erfiðleika vegna fötlunar sinnar, sem gerir ástand hennar alltaf verra og verra. Hún gengur við göngugrind en þarf alltaf að nota hjólastól meira og meira. Og það er alveg magnað að sjá hvað þetta virkar flott hjá Þóru á bílnum. Hjólastólinn kemur bara til hennar sjálfkrafa með aðstoð ákveðins búnaðar enda fer brosið varla af Þóru því hún er svo ánægð með nýju græjuna. „Já, ég er með svona „tengdamömmubox “til að geyma hjólastólinn minn þannig að nú þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa stólinn í skottinu eða hafa einhvern með mér til að taka stólinn fyrir mig, þetta kemur bara allt svona. Þetta er ótrúlega flott og sniðugt,” segir Þóra Ósk. Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það sem amar að hjá Þóru varðandi hennar fötlun? „Ég er sem sagt með einhvern taugahrörnunarsjúkdóm en það er svo einkennilegt að það finnst ekkert af mér. Ég er búin að fara í allskonar blóðprufur, skanna á heila og mænu hvort ég sé með MS þannig að ég er örugglega ekkert fötluð,”, segir hún og hlær. Þóra er með taugahrörnunarsjúkdóm en læknum gengur illa að finna út hvað er nákvæmlega að hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þóra Ósk á þrjú börn með manni sínum Hlöðveri Þorsteinssyni og una þau hag sínum vel á Eyrarbakka. Hún er í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku og í sérstökum þrýstingsbuxum til að auka blóðflæði niður í fætur svo eitthvað sé nefnt. Og þú ert ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt? „Heyrðu já, það hefur hjálpað mér svo rosalega mikið hvernig mér líður að það er bara ekki í boði að draga sængina upp fyrir haus og bara aumingja ég, það er ekki í boði,” segir Þóra Ósk ákveðin. Og Þóra segir að hjólastólinn í „tengdamömmuboxinu breyti öllu fyrir sig. „Já, að vera með hjólastólinn og þurfa ekkert að hugsa, bara að fara eða að fara í búðina og ekkert að spá í þessu, það er alveg geggjað,” segir Þóra Ósk, jákvæð og hress Eyrbekkingur þrátt fyrir erfið veikindi en hún lætur ekkert stoppa sig. Þóra Ósk og Hlöðver una sér vel á Eyrarbakka en hann fékk heilablóðfall 2019 en lætur ekkert stoppa sig eins og Þóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira