Gummi Kalli, einlægur, skemmtilegur og frábær leiðtogi Arnar Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 11:31 Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Menntamál eru efnahagsmál: Tími fyrir nýja nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Og segja mér hver fær að vera fyrirmynd? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar