Gummi Kalli, einlægur, skemmtilegur og frábær leiðtogi Arnar Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 11:31 Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er heppin að geta teflt fram tveimur frábærum einstaklingum sem nú verður brátt kosið um hvor mun verða nýr biskup Íslands. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að vinna bæði með Guðrúnu og Gumma Kalla. Þau hafa bæði marga góða kosti sem geta nýst þeim vel í starfi sem biskup Íslands. Ef ég hefði hins vegar kosningarétt myndi mitt atkvæði hiklaust fara til Gumma Kalla. Ég kynntist Gumma Kalla fyrst í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem forstöðumaður. Þar fann ég strax hvað hann var góður stjórnandi af því að hann hlustaði alltaf á það sem við leiðtogarnir höfðum til málanna að leggja og ég fann það svo sterkt að hann var með okkur í liði. Ég fann líka hvað hann lagði sig mikið fram við að gera gott starf ennþá betra og hvað hann hafði mikinn eldmóð fyrir starfinu sem var mjög auðvelt að hrífast með. Seinna fékk ég að fylgjast með honum byggja upp frábært safnaðarstarf í Lindasókn. Starf sem hófst í litlum sumarbústað á lóðinni en er nú eitt blómlegasta og líflegasta safnaðarstarf landsins fyrir jafnt unga sem aldna. Það sem mér þykir vænst um í fari Gumma Kalla er hvað hann sýnir samferðafólki sínu einlægan áhuga. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir náungann og mætir hverjum og einum á þeim stað sem hann er hverju sinni. Í mínum huga getur íslenska þjóðkirkjan snúið vörn í sókn og vaxið og dafnað vel undir stjórn Gumma Kalla. Höfundur er flugmaður og íþróttafræðingur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar