Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 21:11 Ómar Ingi spilaði hvað stærstan þátt í sigri kvöldsins. EPA-EFE/Piotr Polak Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira