Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 21:11 Ómar Ingi spilaði hvað stærstan þátt í sigri kvöldsins. EPA-EFE/Piotr Polak Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira