Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Helga Fjóla Sæmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 07:01 Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mannauðsmál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun