Frumkvöðlar koma saman í Kolaportinu Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 11:02 Frá hátíðinni í fyrra. Iceland innovation week Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí. Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá. Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá.
Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira