Gestir þáttarins að þessu sinni eru Valsararnir Amanda Andradóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir.
Farið var um víðan völl í spjallinu við Valsarana og meðal annars fáum við að kynnast einstaklingnum á bak við knattspyrnukonuna.
Það er mikils vænst af Amöndu í vetur en samkvæmt leikmannakönnun þá er því spáð að hún verði best í deildinni, markahæst og verði líka seld fyrst út.
„Það er gaman að fólk hafi trú á mér. Ég finn samt ekki fyrir pressu. Ég reyni bara alltaf að gera mitt besta fyrir liðið mitt,“ segir Amanda í þættinum.
Þriðja umferðin í Bestu deild kvenna hefst með þremur leikjum í dag og klárast með tveimur leikjum á morgun.
Þáttinn má sjá hér að neðan.