Til umræðu verða meðal annars niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem birtar verða á morgun.
Baldur, Halla og Katrín hafa verið efstu þrjú í könnunum síðustu vikur, eftir að Halla Hrund bætti verulega við sig fylgi og fór fram úr Jóni Gnarr.
Í síðustu skoðanakönnun Maskínu, sem birt var 26. apríl síðastliðinn, leiddi Halla Hrund með 26,2 prósent en Katrín var í öðru sæti með 25,4 prósent fylgi og Baldur með 21,2 prósent. Jón Gnarr mældist með 15,2 prósent og Halla Tómasdóttir með 4,1 prósent.
Þann 29. apríl var svo greint frá því að Halla Hrund hefði fengið 29 prósent fylgi í skoðanakönnun Prósents, Baldur með 25 prósent og Katrín með 18 prósent.