Í síðustu sókn sinni töldu Kielce-menn að dómarar leiksins hefðu stöðvað leikinn of snemma. Ef Kielce hefði fengið að halda áfram og skorað hefði liðið unnið einvígið.
Magdeburg vann leikinn, 23-22, eftir eins marks sigur Kielce í fyrri leiknum í Póllandi, 27-26. Úrslit einvígisins réðust í vítakastskeppni þar sem Magdeburg hafði betur.
Sergey Hernández, markvörður Magdeburg, varði þrjú víti frá leikmönnum Kielce og Ómar Ingi Magnússon tryggði þýska liðinu svo sæti í undanúrslitum með því að skora úr síðasta víti þess.
Kielce greindi í dag frá því að félagið hefði sent inn formlega kvörtun til EHF, Handknattleikssambands Evrópu, vegna atviksins í síðustu sókninni.
⚠️ W dniu dzisiejszym Klub złożył oficjalny protest na ręce Europejskiej Federacji Piłki Ręcznej (EHF), w związku z wczorajszymi wydarzeniami podczas ćwierćfinałowego meczu @ehfcl pomiędzy @kielcehandball oraz @SCMagdeburg.
— Industria Kielce (@kielcehandball) May 2, 2024
Mimo wielu kontrowersji, w proteście skupiamy się na… pic.twitter.com/iHKd8Db2iu
Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Kielce í leiknum í gær. Ómar Ingi gerði sex mörk fyrir Magdeburg, Janus Daði Smárason tvö en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.
Auk Magdeburg er danska liðið Álaborg komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Úrslitahelgi hennar fer venju samkvæmt fram í Lanxess höllinni í Köln í júní.