Skoðun

Hvers vegna Halla Tómas­dóttir?

Guðjón Sigurðsson skrifar

Hvers vegna hef ég valið að kjósa hana Höllu Tómasdóttur sem minn forseta, af öllum þessum glæsilegu frambjóðendum. Ég sé jafningja í henni í baráttu minni fyrir mannréttindum og sjálfstæðu lífi fyrir alla.

  1. Hún er laus við alla pólitík og þar af leiðandi hlutlaust sameiningar tákn.
  2. Hún hefur frumkvöðla hugsun sem virkilega þarf til að kalla fólk saman úr ólíkum áttum til að vinna að sameiginlegri lausn. Til að leysa gömul og ný verkefni.
  3. Hún mun vinna fyrir alla Íslendinga, og ekki síst vinna að lausnum fyrir okkur sem teljumst til minnihluta hópa. Allra hópa, ekki bara sumra.
  4. Þarna fá aldraðir og fatlaðir rödd á æðstu stöðum.
  5. Hún hefur breitt hugsun ungs fólks, af öllum kynjum, úr að „fljóta með straumnum“ í að verða framtíðar leiðtogar.
  6. Hún mun vinna að því að gera Ísland að fyrirmynd fyrir allt jafnrétti, allt aðgengi og tryggja öllum íbúum sjálfstætt líf.
  7. Í gegnum hennar sambönd verður Ísland sá staður sem verður upphaf margra nýunga sem jörðin okkar þarfnast, aðgerða strax til að tryggja að afkomendur okkar hafi sömu tækifæri og við höfum.
  8. Bessastaðir munu hafa rödd skynseminnar með Höllu Tómasdóttur og ekki verður komið að tómum kofanum þar.
  9. Athafnir munu fylgja orðum Bessastaða.
  10. Það er kominn tími á að velja konu á Bessastaði sem forseta.

Höfundur er formaður MND-félagsins.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×