Náttúran njóti vafans, ótímabundið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 08:00 Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar