Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2024 06:35 Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta á árinu. Getty Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira