„Sumir eru bara asnar og láta eins og fávitar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 09:00 Jakob Ingebrigtsen varð heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi tvö síðustu ár en missti af gullverðlaununum í 1.500 metra hlaupi og virðist afar bitur yfir því. Getty/Tim Clayton „Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir. Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira
Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira