Af auðvaldsmönnum og undirlægjuhætti Ester Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:01 Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun