Ísak skoraði og Dusseldorf enn í baráttunni um sæti í efstu deild Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 18:31 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty Ísak Bergmann Jóhanesson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði eitt marka Dusseldorf þegar liðið vann 3-1 sigur á Nurnberg. Þá mættust Hamburger og St. Pauli í eldheitum nágrannaslag en bæði lið eru með í toppbaráttunni. Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira