Eyjamenn duttu út úr bikarnum á heimavelli á dögunum og töpuðu svo 3-1 fyrir nýliðunum á Dalvíkurvellinum í dag.
Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar leika í Lengjudeldinni eftir að þeir féllu úr Bestu deildinni í haust.
Dalvík/Reynir er aftur á móti nýliði í deildinni eftir að hafa unnið C-deildina í fyrra og farið upp úr D-deildinni sumarið þar á undan.
Írski-nígeríski sóknarmaðurinn Abdeen Abdul skoraði tvö fyrstu mörk norðanmanna á fyrstu fimmtán mínútum leiksins.
Sverrir Páll Hjaltested minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Borja Lopez kom Dalvík/Reyni aftur tveimur mörkum yfir með marki á 70. mínútu.