Kane skoraði en Bayern tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 16:23 Harry Kane er kominn með 36 deildarmörk en tap í dag þýðir að annað sætið er lika í hættu hjá Bayern. AP/Tom Weller Stuttgart vann 3-1 sigur á Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var síðasti leikur Bæjara fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Real Madrid. Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 69 stig og með tveggja stiga forskot á Stuttgart þegar tveir leikir eru eftir. Bayer Leverkusen er búið að tryggja sér þýska titilinn en liðið er með 81 stig. Bayern gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í vikunni en seinni leikurinn er spilaður á Spáni á miðvikudaginn kemur. Þetta var ekki sannfærandi frammistaða hjá liðinu í dag í aðdraganda þess leiks. Leonidas Stergiou kom Stuttgart í 1-0 á 29. mínútu en Harry Kane jafnaði úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Eftir þetta mark er Kane fimm mörkum frá því að jafna markamet Robert Lewandowski frá 2021 en það er 41 deildarmark á einni leiktíð. Kane er með 36 mörk og 8 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni. Varamennirnir Woo-Yeong Jeong (83. mínúta) og Silas Katompa Mvumpa (90.+3 mínúta) tryggðu Stuttgart sigurinn. Stuttgart gæti tekið annað sætið af Bayern sem hefði verið mun fjarlægari draumur ef Bayern hefði unnið þá í dag. Dortmund er einnig að undirbúa sig fyrir seinni undanúrslitaleik sinn í Meistaradeildinni en liðið vann 5-1 sigur á Augsburg í dag. Youssoufa Moukoko skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu Donyell Malen, Felix Nmecha og Marco Reus. Reus átti einnig tvær stoðsendingar. Dortmund vann 1-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrri undanúrslitaleik liðanna en sá síðari verður í París á þriðjudagskvöldið. Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 69 stig og með tveggja stiga forskot á Stuttgart þegar tveir leikir eru eftir. Bayer Leverkusen er búið að tryggja sér þýska titilinn en liðið er með 81 stig. Bayern gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í vikunni en seinni leikurinn er spilaður á Spáni á miðvikudaginn kemur. Þetta var ekki sannfærandi frammistaða hjá liðinu í dag í aðdraganda þess leiks. Leonidas Stergiou kom Stuttgart í 1-0 á 29. mínútu en Harry Kane jafnaði úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Eftir þetta mark er Kane fimm mörkum frá því að jafna markamet Robert Lewandowski frá 2021 en það er 41 deildarmark á einni leiktíð. Kane er með 36 mörk og 8 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni. Varamennirnir Woo-Yeong Jeong (83. mínúta) og Silas Katompa Mvumpa (90.+3 mínúta) tryggðu Stuttgart sigurinn. Stuttgart gæti tekið annað sætið af Bayern sem hefði verið mun fjarlægari draumur ef Bayern hefði unnið þá í dag. Dortmund er einnig að undirbúa sig fyrir seinni undanúrslitaleik sinn í Meistaradeildinni en liðið vann 5-1 sigur á Augsburg í dag. Youssoufa Moukoko skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu Donyell Malen, Felix Nmecha og Marco Reus. Reus átti einnig tvær stoðsendingar. Dortmund vann 1-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrri undanúrslitaleik liðanna en sá síðari verður í París á þriðjudagskvöldið.
Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira