Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. maí 2024 19:59 Margir af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag sögðust ákveðnir eða að íhuga að kjósa Höllu Tómasdóttur. Halla mældist með 4 prósent fylgi í þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær. Vísir/Vilhelm Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira