Ætlað að móta aðgerðir gegn ofbeldi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2024 21:06 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, sem er alsæll með nýja verkefnið en með honum á myndinni er Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem er líka mjög ánægð með verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Öruggara Suðurland“ er nýtt verkefni, sem lögreglan á Suðurlandi stendur fyrir í samstarfi við sveitarfélögin fjórtán á svæðinu og nokkrar stofnanir, en tilgangurinn er að móta aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurlandi. Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Lögreglan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Lögreglan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira