Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 10:11 Rishi Sunak hefur farið fyrir Íhaldsflokknum síðan í október ársins 2022. AP/Molly Darlington Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum. Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum.
Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira