Nú vandast valið Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 5. maí 2024 18:31 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar