Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 21:54 U18 landsliðið er á leiðinni til Kína þar sem það mun keppa á heimsmeistaramóti í handbolta. Að taka þátt í slíkri keppni er alls ekki ókeypis, fyrir íslenska liðið að minnsta kosti. Aðsend Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira