Hvað er eiginlega að gerast? Inga Minelgaite skrifar 6. maí 2024 07:30 Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stjórnun Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun