Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 13:06 Hera Björk stígur á svið í Malmö annað kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 28,1 prósent telur að Hera Björk muni lenda í einu af neðstu sætunum, 36. til 40. sæti, með lag sitt Scared of Heights. 20,2 prósent telja að hún verði í 31. til 35. sæti og 16,3 prósent að hún verði í 26. til 30. sæti. Rúm 10,5 prósent telja að Ísland lendi í einum af efstu fimmtán sætunum. Töluvert fleiri höfðu trú á góðu gengi Diljáar með lag hennar Power í Eurovision í fyrra. Einungis fimm prósent töldu að hún myndi lenda í einum af neðstu sætunum. Landsmenn hafa ekki verið svo svartsýnir á gengi landsins í keppninni síðan árið 2018 þegar Ari Ólafs keppti með lag sitt Our Choice. Þá töldu 34 prósent landsmanna að Ísland yrði í einum af neðstu sætunum. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, á aldrinum átján ára og eldri. 1072 manns svöruðu könnuninni sem fór fram 22. til 26. apríl. Þegar litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og þess hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa virðist lítið bera á milli. 60 ára og eldri eru bjartsýnastir á að Hera muni lenda í einhverju af efstu tuttugu sætunum en 30,2 prósent þeirra telja að hún gæti lent í 16. til 20. sæti á meðan einungis 9,7 prósent 30 til 39 ára hafa þá trú. Flestir sem kysu Miðflokkinn virðast hafa þá trú að Hera geti jafnvel lent í efstu fimm sætunum. 4,6 prósent þeirra telja svo vera en einungis 0,8 prósent þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn. VG kemur þar næst á eftir en 4,3 prósent kjósenda flokksins hafa mikla trú á Heru en einungis 1,8 prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn og 1,4 prósent þeirra sem kysu Samfylkingu. Eurovision Skoðanakannanir Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 28,1 prósent telur að Hera Björk muni lenda í einu af neðstu sætunum, 36. til 40. sæti, með lag sitt Scared of Heights. 20,2 prósent telja að hún verði í 31. til 35. sæti og 16,3 prósent að hún verði í 26. til 30. sæti. Rúm 10,5 prósent telja að Ísland lendi í einum af efstu fimmtán sætunum. Töluvert fleiri höfðu trú á góðu gengi Diljáar með lag hennar Power í Eurovision í fyrra. Einungis fimm prósent töldu að hún myndi lenda í einum af neðstu sætunum. Landsmenn hafa ekki verið svo svartsýnir á gengi landsins í keppninni síðan árið 2018 þegar Ari Ólafs keppti með lag sitt Our Choice. Þá töldu 34 prósent landsmanna að Ísland yrði í einum af neðstu sætunum. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, á aldrinum átján ára og eldri. 1072 manns svöruðu könnuninni sem fór fram 22. til 26. apríl. Þegar litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og þess hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa virðist lítið bera á milli. 60 ára og eldri eru bjartsýnastir á að Hera muni lenda í einhverju af efstu tuttugu sætunum en 30,2 prósent þeirra telja að hún gæti lent í 16. til 20. sæti á meðan einungis 9,7 prósent 30 til 39 ára hafa þá trú. Flestir sem kysu Miðflokkinn virðast hafa þá trú að Hera geti jafnvel lent í efstu fimm sætunum. 4,6 prósent þeirra telja svo vera en einungis 0,8 prósent þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn. VG kemur þar næst á eftir en 4,3 prósent kjósenda flokksins hafa mikla trú á Heru en einungis 1,8 prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn og 1,4 prósent þeirra sem kysu Samfylkingu.
Eurovision Skoðanakannanir Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira