Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 21:55 B5 í búningi Bankastræti Club, þegar hann var og hét. Vísir/Vilhelm Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. Þetta kemur fram í Facebook færslu sem Sverrir Einar Eiríksson eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, birti í dag. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ kemur fram í færslunni. „B5 er mesta fjör sem hann hefur nokkurn tímann komið að. En allt hefur sinn tíma,“ segir Sverrir Einar í samtali við fréttastofu. Hann segir þetta gert til þess að kröftum rekstraraðila sé ekki dreift um og of. Stefnt sé á áframhaldandi gleði og gott gengi á Exit sem notið hefur gríðarlegra vinsælda í skemmtanalífi bæjarins. Reksturinn verið þungur Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Um skeið hét staðurinn þó einungis B, meðan hann var undir rekstri Sverris. Það var vegna þess að leyfi fyrir vörumerkinu B5, sem er skráð í eigu KG ehf., var ekki fyrir hendi. Áður en málið hafði verið útkljáð fyrir dómi ákvað Sverrir Einar að láta slag standa og halda „B5“ nafninu. Á föstudaginn fyrir rúmri viku innsiglaði lögregla húsnæði B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar að beiðni Skattsins og var Sverrir Einar handtekinn vegna gruns um að hafa rofið innsiglin á Exit. Sama dag sendi hann Vísi tilkynningu þar sem hann sagði rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Sverrir Einar segir dyrnar að Exit og Nýju vínbúðinni hafa verið opnaðar að fullu á mánudagsmorgunn, tæpum þremur sólarhringum eftir lokunina. „Skatturinn baðst afsökunar. Þetta var algjör feill,“ segir Sverrir og bendir á að B5 hafi verið lokaður um skeið þegar lögregla innsiglaði staðinn fyrir rúmri viku. Í október á síðasta ári afturkallaði sýslumaður starfsleyfi B5, sem þá hét B í kjölfar deilna um notkun vörumerkisins B5. Áður hafði lögregla haft afskipti af Sverri og rekstri staðarins í september, þegar Sverrir var leiddur í járnum. Fram kom að sýslumanni hafi meðal annars borist ítrekaðar tilkynningar frá lögreglu um gesti undir lögaldri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15. janúar 2024 11:07 B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu sem Sverrir Einar Eiríksson eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, birti í dag. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ kemur fram í færslunni. „B5 er mesta fjör sem hann hefur nokkurn tímann komið að. En allt hefur sinn tíma,“ segir Sverrir Einar í samtali við fréttastofu. Hann segir þetta gert til þess að kröftum rekstraraðila sé ekki dreift um og of. Stefnt sé á áframhaldandi gleði og gott gengi á Exit sem notið hefur gríðarlegra vinsælda í skemmtanalífi bæjarins. Reksturinn verið þungur Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Um skeið hét staðurinn þó einungis B, meðan hann var undir rekstri Sverris. Það var vegna þess að leyfi fyrir vörumerkinu B5, sem er skráð í eigu KG ehf., var ekki fyrir hendi. Áður en málið hafði verið útkljáð fyrir dómi ákvað Sverrir Einar að láta slag standa og halda „B5“ nafninu. Á föstudaginn fyrir rúmri viku innsiglaði lögregla húsnæði B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar að beiðni Skattsins og var Sverrir Einar handtekinn vegna gruns um að hafa rofið innsiglin á Exit. Sama dag sendi hann Vísi tilkynningu þar sem hann sagði rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Sverrir Einar segir dyrnar að Exit og Nýju vínbúðinni hafa verið opnaðar að fullu á mánudagsmorgunn, tæpum þremur sólarhringum eftir lokunina. „Skatturinn baðst afsökunar. Þetta var algjör feill,“ segir Sverrir og bendir á að B5 hafi verið lokaður um skeið þegar lögregla innsiglaði staðinn fyrir rúmri viku. Í október á síðasta ári afturkallaði sýslumaður starfsleyfi B5, sem þá hét B í kjölfar deilna um notkun vörumerkisins B5. Áður hafði lögregla haft afskipti af Sverri og rekstri staðarins í september, þegar Sverrir var leiddur í járnum. Fram kom að sýslumanni hafi meðal annars borist ítrekaðar tilkynningar frá lögreglu um gesti undir lögaldri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15. janúar 2024 11:07 B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24
Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15. janúar 2024 11:07
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26