„Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 09:01 Erik ten Hag hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United síðustu tvö ár. Getty/Sebastian Frej Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira