Prófsteinninn Katrín Harðardóttir skrifar 7. maí 2024 14:01 Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar