Ný nálgun í afreksíþróttum – Nýsköpun Erlingur Jóhannsson skrifar 7. maí 2024 14:30 Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun