Vörður á veginum framundan Davíð Þorláksson skrifar 8. maí 2024 07:31 Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum. Stofnvegir Hvað varðar fjárfestingar í stofnvegum þá má í fyrsta lagi nefna Sæbrautarstokkinn. Öðru hönnunarstigi af þremur er að ljúka og væntanleg er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. Í öðru lagi er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka vegna nýrra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í þriðja lagi hefur verið að skoðað hvort betra sé að setja Miklubraut í stokk eða göng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka og í kjölfarið er reiknað með að hægt verði að velja hvor leiðin verður farin. Í fjórða lagi má einnig nefna að framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengir efri byggðir Kópavogs við Breiðholtsbraut, eru í fullum gangi og á að ljúka 2026. Borgarlínan, hjóla- og göngustígar Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínu eru að hefjast í tengslum við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á Ártúnshöfða og við Hlemm og auk þess sem reiknað er með að fyllingar vegna Fossvogsbrúar verið boðnar út innan skamms. Vinna við nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi er í gangi og mun halda áfram samhliða kynningarferli fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrstu lotu Borgarlínunnar. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja um 3,3 km af nýjum hjóla- og göngustígum í sumar auk þess sem ný brú yfir Elliðaár við Grænugróf verði kláruð. Þá eru framkvæmdir hafnar á annarri göngu- og hjólabrú brú yfir Dimmu efst í Elliðaárdal. Kyrrstaða rofin Með gildistöku Samgöngusáttmálans rufu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áralanga kyrrstöðu í samgöngumálum á svæðinu. Flest verkefni sáttmálans voru þá mjög stutt á veg komin í undirbúningi og því ekki hægt að fara í framkvæmdir strax. Þegar kemur að framkvæmdum er hagkvæmast að hugsa hægt og framkvæma hratt, þ.e.a.s. að gefa sér góðan tíma í undirbúning og láta svo framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig. Einn helsti áhættuþáttur í samgönguframkvæmdum er ónógur undirbúningur og ófyrirséð viðfangsefni sem oft þarf að bregðast við með kostnaðarsömum aðgerðum á framkvæmdatíma. Það er vont og það venst ekki Bílaeign og þar með umferð og umferðartafir aukast með auknum fjölda íbúa og ferðamanna. Rannsóknir sýna að við getum vanist flestu vondu, nema umferðartöfum. Það er því eðlilegt að okkur flestum finnist nóg um umferðartafir og að þær fari vaxandi. Ef tölurnar eru skoðaður þá sést að umferðartafir hér eru ekki jafn slæmar og margur heldur. Samkvæmt tölum TomTom, sem er stærsta fyrirtæki heims á sviði staðsetningarbúnaðar í bílum, þá var Reykjavík í 281 sæti af 387 stærstu borgum heims þegar kemur að umferðartöfum. Samantekt verkfræðistofunnar EFLU, fyrir ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um fjárfestingu í vegasamgöngum, sýnir að höfuðborgarsvæðið er á pari við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum þegar kemur að umferðartöfum. Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum. Engar töfralausnir Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Það er því miður ekki til nein töfralausn á vaxandi umferðartöfum, heldur þarf til langs tíma að byggja upp betri fjölbreytta ferðamáta svo að þau sem það kjósa geti nýtt bílinn minna. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar