Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora.
Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil.
Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær.
Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München.
PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki.
„Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail.
„Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport.
Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar.
„Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca.
Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞
— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024
Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo