Anníe Mist fór í keisaraskurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýfæddum syni sínum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu. Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira