Innlent

Leki kom að bát út af Barða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björgunarbáturinn Stella frá Flateyri er á svæðinu.
Björgunarbáturinn Stella frá Flateyri er á svæðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg

Leki kom að strandveiðibát sem var við veiðar út af Barða á Vestfjörðum. Björgunarbáturinn Stella frá Flateyri er á svæðinu en annar bátur í nágrenninu tók strandveiðibátinn í tog.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Allt tiltækt lið björgunarsveitar frá Ísafirði og suður að Patreksfirði var kallað út en þegar Stella kom á svæðið var annar bátur í nágrenninu búinn að taka hinn bátinn í tog. 

Bátarnir eru nú á leið inn Dýrafjörðinn. Jón Þór hafði ekki upplýsingar um hversu margir voru um borð í strandveiðibátnum eða hvort einhver slys hafi verið á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×