Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 14:14 Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche eftir réttarhöld í New York í gær. AP/Sarah Yenesel Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. Þá lítur út fyrir að réttarhöldin gegn Trump í Georgíu muni tefjast verulega. Í úrskurði sínum, sem hún birti í gær, skrifaði Cannon að ekki væri hægt að segja til um hvenær réttarhöldin gætu hafist, því það kæmi niður á sanngirnisskyldu dómstóla og að hún ætti eftir að taka aragrúa krafna í málinu til skoðunar. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump árið 2020 og tillaga hennar staðfest eftir að Trump tapaði kosningunum gegn Biden, hefur sjálf verið sökuð um hægagang með því að draga lappirnar í málinu og hún hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir að úrskurða Trump í vil. Sjá einnig: Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Skjalamálið snýst í stuttu máli sagt um það að Trump hafi tekið opinber og leynileg skjöl með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þau þegar farið var fram á það. Lögum samkvæmt á Trump að afhenda öll opinber gögn til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Þess í stað var hann ákærður á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna þeirra leynilegu skjala sem hann tók og neitaði að afhenda. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sannað það með. Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Dómarar hæstaréttar hafa einnig verið sakaðir um að ganga erinda Trumps með því að vinna hratt þegar það hagnast honum og vinna hægt þegar það er í hag Trumps. Nokkuð langt er síðan það þótti ljóst að réttarhöldin myndu ekki hefjast þann 20. maí eins og upprunalega stóð til. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á að réttarhöldunum yrði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember en saksóknarar vildu hefja þau í júlí. Samkvæmt frétt Washington Post þykir úrskurðurinn nokkuð stórt högg fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og saksóknara hans. Þeir hafa sagt að lögmenn Trumps hafi haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir réttarhöldin og sakað þá um að nota hin þrjú málin gegn Trump til að tefja þessi réttarhöld. Todd Blanche, lögmaður Trumps í New York, leiðir einnig lögmannateymi Trumps í Flórída. Hann hefur sagst of upptekinn þar til að geta undirbúið sig almennilega fyrir skjalamálið. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Lögmenn Trumps hafa einnig haldið því fram að ótækt sé að halda réttarhöldin þegar stutt sé í forsetakosningarnar. Geti Cannon ekki frestað þeim fram yfir kosningarnar eigi réttarhöldin að hefjast í ágúst. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Einnig tafir í Georgíu Dómarar í áfrýjunardómstól í Georgíu lýstu því yfir í dag að þeir myndu taka til skoðunar áfrýjun lögmanna Trumps á þeim úrskurði dómara að Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu, væri ekki vanhæf í málinu gegn Trump þar. Willis átti í ástarsambandi við Nathan Wade, saksóknara sem hún setti yfir málinu gegn Trump, en dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í mars að Willis þyrfti ekki að lýsa sig vanhæfa, svo lengi sem Wade kæmi ekki lengur að málinu. Hann sagði svo af sér nokkrum klukkustundum síðar. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Þessi ákvörðun áfrýjunardómstólsins þykir líkleg til að tefja réttarhöldin í því máli enn frekar og jafnvel fram yfir kosningar. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þá lítur út fyrir að réttarhöldin gegn Trump í Georgíu muni tefjast verulega. Í úrskurði sínum, sem hún birti í gær, skrifaði Cannon að ekki væri hægt að segja til um hvenær réttarhöldin gætu hafist, því það kæmi niður á sanngirnisskyldu dómstóla og að hún ætti eftir að taka aragrúa krafna í málinu til skoðunar. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump árið 2020 og tillaga hennar staðfest eftir að Trump tapaði kosningunum gegn Biden, hefur sjálf verið sökuð um hægagang með því að draga lappirnar í málinu og hún hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir að úrskurða Trump í vil. Sjá einnig: Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Skjalamálið snýst í stuttu máli sagt um það að Trump hafi tekið opinber og leynileg skjöl með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þau þegar farið var fram á það. Lögum samkvæmt á Trump að afhenda öll opinber gögn til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Þess í stað var hann ákærður á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna þeirra leynilegu skjala sem hann tók og neitaði að afhenda. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sannað það með. Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Dómarar hæstaréttar hafa einnig verið sakaðir um að ganga erinda Trumps með því að vinna hratt þegar það hagnast honum og vinna hægt þegar það er í hag Trumps. Nokkuð langt er síðan það þótti ljóst að réttarhöldin myndu ekki hefjast þann 20. maí eins og upprunalega stóð til. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á að réttarhöldunum yrði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember en saksóknarar vildu hefja þau í júlí. Samkvæmt frétt Washington Post þykir úrskurðurinn nokkuð stórt högg fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og saksóknara hans. Þeir hafa sagt að lögmenn Trumps hafi haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir réttarhöldin og sakað þá um að nota hin þrjú málin gegn Trump til að tefja þessi réttarhöld. Todd Blanche, lögmaður Trumps í New York, leiðir einnig lögmannateymi Trumps í Flórída. Hann hefur sagst of upptekinn þar til að geta undirbúið sig almennilega fyrir skjalamálið. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Lögmenn Trumps hafa einnig haldið því fram að ótækt sé að halda réttarhöldin þegar stutt sé í forsetakosningarnar. Geti Cannon ekki frestað þeim fram yfir kosningarnar eigi réttarhöldin að hefjast í ágúst. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Einnig tafir í Georgíu Dómarar í áfrýjunardómstól í Georgíu lýstu því yfir í dag að þeir myndu taka til skoðunar áfrýjun lögmanna Trumps á þeim úrskurði dómara að Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu, væri ekki vanhæf í málinu gegn Trump þar. Willis átti í ástarsambandi við Nathan Wade, saksóknara sem hún setti yfir málinu gegn Trump, en dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í mars að Willis þyrfti ekki að lýsa sig vanhæfa, svo lengi sem Wade kæmi ekki lengur að málinu. Hann sagði svo af sér nokkrum klukkustundum síðar. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Þessi ákvörðun áfrýjunardómstólsins þykir líkleg til að tefja réttarhöldin í því máli enn frekar og jafnvel fram yfir kosningar.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira