Lengri lokun þar sem kerfið hefur „hangið á bláþræði“ Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2024 14:10 Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokum, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. Seltjarnarnes Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma. Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur. Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur.
Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00