Baldur fýkur ekki eftir vindi Hjördís Rut Sigurjónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun