Eiginkona Jokic í hjartnæmu myndbandi um þann besta Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 09:31 Nikola Jokic er verðmætastur í NBA-deildinni og mikill fjölskyldumaður en hérna fagnar hann meistaratitlinum í fyrra með eiginkonu sinni og dóttur. Getty/AAron Ontiveroz Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var í gær útnefndur verðmætasti leikmaður (e. MVP) NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn og er kominn í hóp með Larry Bird og Magic Johnson. Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum. NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum.
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira