Tekst Glódísi að hrifsa „barnið“ af Popp í dag? Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:01 Glódís Perla Viggósdóttir þekkir það vel að eiga við Alexöndru Popp, hvort sem er með landsliði eða félagsliði. Þær mætast í Köln í dag í bikarúrslitaleik. Getty Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í dag í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, þegar stórveldin Bayern München og Wolfsburg eigast við. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira