Athugasemdir við grein um samgöngumál Þórarinn Hjaltason skrifar 9. maí 2024 13:00 Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Bandaríkin Þórarinn Hjaltason Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun