Athugasemdir við grein um samgöngumál Þórarinn Hjaltason skrifar 9. maí 2024 13:00 Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Bandaríkin Þórarinn Hjaltason Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun