Innlent

Sinubruni við Hellisskóg á Sel­fossi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Slökkvilið er við störf við Hellisskóg. 
Slökkvilið er við störf við Hellisskóg. 

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út vegna sinubruna við Hellisskóg á Selfossi um klukkan 13 í dag. Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt fyrir utan Selfoss. Búið er að slökkva brunann en eldsupptök má rekja til flugelda sem barn lék sér með á svæðinu.

Halldór Ásgeirsson aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu segir slökkviliðsmenn við það að koma aftur í hús núna. Aðgerðir hafi tekið um klukkustund. Eftir að þeim tókst að afmarka svæðið, sem var um þúsund fermetrar, hafi tekið við hefðbundin slökkvistörf. Halldór segir að bruninn hafi í raun verið á besta stað á opnu svæði.

Eins og má sjá á myndum sem fylgir er gróðurinn mjög þurr.

„Um leið og það er sól þá er þetta þurrt. Við erum í raun ekki örugg á þessum árstíma nema bara á meðan það rignir,“ segir Halldór sem hvetur almenning til að fara varlega með eld.

Nokkur hús eru nærri sinubrunanum. Vísir/Magnús Hlynur

Unnið var á vettvangi í um klukkutíma.  

Gróðurinn er nokkuð þurr að því er virðist. Vísir/Magnús Hlynur

Slökkvilið við vinnu. 

Slökkviliðið er á vettvangiVísir/Magnús Hlynur

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×