Má þar nefna plötuna In Utero eftir Nirvana, Surfer Rosa með hljómsveitinni Pixies og Rid of Me með PJ Harvey. Þá var Albini óhræddur við að tjá sig um myrkari hliðar tónlistarbransans og var mikill gagnrýnandi stórra framleiðenda.
Fram kemur í umfjöllun Pitchfork að til hafi staðið hjá hljómsveit Albinis, Shellac, að fara í tónleikaferðalag á næstunni í tilefni af útgáfu plötunnar To All Trains, sem er sú fyrsta sem sveitin gefur út í áratug. Fram kemur í umfjölluninni að Albini hafi verið einn máttarstólpa alt-rokk senunnar.
Albini fæddist í Pasadena í Kaliforníu en flutti ungur að árum með fjölskyldu sinni til Missoula í Montona. Hann nam blaðamennsku í Illinois og var virkur í samfélagi pönkara í Chicago. Á níunda og tíunda áratugnum stofnaði hann nokkrar hljómsveitir og fór að prófa sig áfram í tónlistarupptöku og framleiðslu.