Hugmyndin sú sama í grunninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 08:30 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar