Fá allir sama orlof? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 10. maí 2024 11:31 Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Kjaramál Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Sjá meira
Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun