Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að viðgerð hafi gengið vonum framar. Því var hægt að opna laugina aftur sólarhring fyrr en til stóð.
Um hádegi í gær var byrjað að fylla laugina á ný. Hún var tilbúin með réttu klór- og hitastigi í gærkvöldi, en opnuð klukkan 6.30 í morgun.
„Viðgerð gekk hratt og vel en það að tæma og fylla laugina er stórt og tímafrekt verkefni sem gekk betur og hraðar en búist var við þökk sé reynslumiklu fólki í viðhaldsteyminu hjá okkur,” er haft eftir Drífu Magnúsdóttur, forstöðumanni Laugardalslaugar.