„Við ætlum að sýna fjóra 911 bíla, hver öðrum glæsilegri, og svo verða auðvitað fleiri bílar frá Porsche á staðnum t.d. Taycan og Cayenne,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eða Benni eins og flestir þekkja hann, forstjóri Bílabúðar Benna. „Dakar Rallý bílinn frá 1984 er tímamótaútgáfa sem er byggður á einum mest tæknivæddasta bíl sögunar, hinum goðsagnakennda Porsche 911 sportbílnum sem allir þekkja og dá.“
911 Dakar er sérstaklega hannaður fyrir utan vegar akstur og sérstaklega fyrir Dakar keppnina sem er samtals 12.000 km löng. Keppnin náði fyrr frá Sahara eyðimörkinni til Parísar en hefur undanfarin ár farið fram í Sádi Arabíu. Bílarnir sem keppa þar þurfa því að geta þolað allar mögulegar aðstæður.
Það eru nokkrar breytingar sem gera bílinn einstakan:
Betri fjöðrun: 911 Dakar er með sterka fjöðrun til að þola gróft landslag á miklum hraða. Hann er einnig með meiri veghæð og læst afturhjóladrif.
Sterkari yfirbygging: Yfirbygging 911 Dakar er styrkt til muna til að þola þær aðstæður sem fylgja utan vegar kappakstri og verja bílinn fyrir hnjaski og skemmdum.
Kraftmeiri vél: Vélin er sérhönnuð til að skila hámarks afköstum við afar erfiðar aðstæður og viðhalda áreiðanleika undir miklu álagi í löngum keppnum.
Sérhannaður gírkassi. Gírkassinn í 911 Dakar er sérstaklega hannaður til að gera ökumanni kleift að skipta um gír af nákvæmni, á miklum hraða í síbreytilegum og krefjandi aðstæðum sem geta fylgt utan vegar kappakstri.
Straumlínulöguð hönnun: Loftmótstaða spilar mikilvægu hlutverki í hönnun á öllum kappakstursbílum, þar með talið bílum eins og 911 Dakar. Yfirbyggingin er gjarnan hönnuð til að skapa sem lægsta vindmótstöðu og aukinn stöðugleika þegar ekið er á miklum hraða á breytilegu landslagi.
Hlaðinn nýjustu tækni: Líkt og í öðrum 911 þá er Dakar útgáfan hlaðin nýjustu tækni til að hámarka frammistöðu í aksturskeppnum og styðja við ökumanninn til að hann geti verið með hugann alfarið við aksturinn án þess að þurfa að hugsa út í smávægileg atriði.
„Það er því óhætt að segja að Porsche 911 Dakar sé einstakur bíll sem sameinar hönnun og frammistöðu með sértækum breytingum og tækni sem gera bílinn að einum fremsta keppnisbíl í aksturskeppnum eins og Dakar keppninni,“ segir Benni.
Það að ná að sigra í Dakar rallýinu í fyrstu tilraun staðfesti þau miklu gæði, endingu og getu sem Porsche 911 býr yfir. „Bíllinn hafði fram til þessa náð frábærum árangri í hefðbundnum aksturskeppnum og sýndi og sannaði að hann átti einnig heima í keppnum eins og Dakar.“
Vinsældir Porsche jukust umtalsvert í kjölfar sigursins og fóru m.a. keppendur í utan vega akstri að líta á 911 sem raunverulegan valkost. „Sigurinn styrkti einnig ímynd Porsche sem bílaframleiðanda og auðvitað 911 bílsins, ekki bara í kappakstursheiminum heldur einnig hjá almennum bílahugamönnum til frambúðar.“
Dakar keppnin er ein stærsta, lengsta, fjölbreyttasta og erfiðasta utan vegar ökukeppni heims en hún var fyrst haldin árið 1978. „Ökumenn þurfa að ferðast mörg þúsund kílómetra á nokkrum vikum yfir fjölbreytt og krefjandi landslag, þvert yfir lönd og heimsálfur. Keyra þarf yfir eyðimörk og fjöll í allskyns veðráttu sem reynir töluvert á bæði bílana og ökumennina.“
Einnig þurfa ökumenn að bera sjálfir ábyrgð að skila sér á rétta staði með GPS hnitum en engir leiðarvísar eru sýnilegir á meðan keppni stendur. „Allir þessir þættir gera Dakar keppnina að einni erfiðustu og vinsælustu utan vegar keppnum í heiminum. Keppnin hefur breyst með árunum. Árið 1984 þá ferðuðust keppendur frá Sahara eyðimörkinni og alla leið til Parísar en henni var breytt fyrir nokkrum árum út af öryggisástæðum og fer núna fram í Sádi Arabíu. Engu að síður er hún enn ein erfiðasta aksturs keppnin.“
Sýningin stendur yfir á morgun laugardag milli kl. 12 og 16 og hvetur Benni sem flesta landsmenn til að kíkja við. „Það er ekki oft sem almenningi gefst kostur á að skoða jafn flotta bíla á sýningum hérlendis. Utan þess gefst gestum auðvitað kostur á að skoða fleiri bíla frá Porsche eins og fyrr segir og sölumenn munu einnig segja frá nýjum alrafmögnuðum Macan sem er væntanlegur á árinu og beðið er eftir af mikilli eftirvæntingu.“
Nánar á benni.is.
Hér getur þú lesið meira um 911 Dakar á heimasíðu Porsche.