Innlent

Einn fluttur eftir þriggja bíla á­rekstur

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn varð á Ásbraut, sem sjá má glitta í efst á myndinni.
Áreksturinn varð á Ásbraut, sem sjá má glitta í efst á myndinni. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á sjúkrahús með verk í baki eftir þriggja bíla árekstur á Ásbraut í Hafnarfirði um klukkan 13.

Þetta staðfestir Jónas Árnason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hann segir að svo virðist sem ekki hafi verið um meiri háttar árekstur að ræða. Dælubíll hafi til að mynda ekki verið kallaður til.

Vísi barst ábending um að truflanir væru á umferð um Reykjanesbraut til austurs rétt áður en komið er inn á Vellina í Hafnarfirði. Ásbraut liggur að hluta með fram Reykjanesbrautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×